Mike Matas

Mike Matas: Stafræn bók næstu kynslóðar

1,501,281 views • 4:34
Subtitles in 47 languages
Up next
Details
Discussion
Details About the talk
Transcript 47 languages
0:11

Síðasta eitt og hálfa árið, hefur lið mitt við Push Pop Press og Charlie Melcher ásamt Melcher Media verið að vinna að því að búa til fyrstu gagnvirku bókina í fullri lengd. Hún heitir „Okkar val“ e. „Our Choice“ og höfundurinn er Al Gore. Hún er framhald af „Óþægilegur sannleikur“ e. „An Inconvenient Truth“ og hún fer í allar þær lausnir sem geta leyst vandamálið við hlýnun jarðar.

0:31

Bókin hefst svona. Þetta er forsíðan. Meðan hnötturinn snýst, getum við séð hvar við erum staðsett. Svo getum við opnað bókina og rennt í gegnum kaflana til að skoða bókina. Eða við getum rennt í gegnum blaðsíðurnar hér neðst. Og ef við viljum þysja inn að síðu, getum við bara opnað hana. Og allt það sem þið sjáið í bókinni, er hægt að taka upp með tveimur fingrum og lyfta af síðunni og opna. Og ef þið viljið fara til baka og lesa bókina aftur, brjótið þið það bara saman og setjið aftur á síðuna. Og þetta virkar eins, þið takið það upp og flettið úr því.

1:14

(Upptaka) Al Gore: Ég lít á sjálfan mig sem hluta af þeim meirihluta sem lítur á vindmillur og finnst þær vera falleg viðbót við landslagið.

1:22

Mike Matas: Og í gegnum alla bókina, mun Al Gore útskýra fyrir ykkur efnið og myndirnar. Þessa mynd getið þið jafnvel séð á gagnvirku korti. Þysjað að henni og séð hvar hún var tekin. Og í gegnum bókina, er meira en klukkustund af heimildarmynda efni og gagnvirkum hreyfimyndum. Svo þið getið opnað þessa.

1:45

(Upptaka) AG: Flestar nútíma vindmillur eru settar saman af stórum ...

1:48

MM: Og það spilast strax . Og á meðan það spilar, getum við kíkt aftur á síðuna, og myndbandið heldur áfram að spilast. Við getum farið aftur á efnisyfirlit, og myndbandið heldur áfram að spilast. En eitt af því svalasta í þessari bók eru gagnvirku upplýsinga teikningarnar. Þessi sýnir vindmöguleika um öll Bandaríkin. En í stað þess að sýna einungis upplýsingar, getum við notað fingurinn og skoðað, og séð, fylki fyrir fylki, hversu miklir vindmöguleikarnir eru. Við getum gert það sama með jarðorku og sólarorku.

2:34

Og þetta er eitt af mínum uppáhalds. Þetta sýnir sem sagt ... (Hlátur) (Lófatak) Þegar vindurinn blæs, er öll auka orka sem kemur frá vindmillunni send í rafhlöðu. Og eftir því sem vindinn lægir, er öll auka orkan send aftur inn í húsið — ljósin slokkna aldrei. Og alla þessa bók, hana er ekki einungis hægt að nota á iPad. Hún virkar líka á iPhone. Svo þið getið byrjað að lesa hana á iPad-inum ykkar heima í stofu og síðan haldið áfram þaðan sem frá var horfið á iPhone. Og það virkar á nákvæmlega sama hátt. Þú getur klipið í hvaða síðu sem er. Opnað hana.

3:34

Svo þetta er fyrsta bók Push Pop Press, „Okkar val“ eftir Al Gore. Þakka ykkur fyrir. (Lófatak)

3:48

Chris Anderson: Þetta er glæsilegt. Langar þig til að verða útgefandi, selja hugbúnaðarleyfi? Hver er viðskiptahugmyndin? Er þetta eitthvað sem aðrir geta gert?

3:59

MM: Já, við erum að búa til tól sem leyfir útgefendum að búa auðveldlega til svona efni. Þannig að lið Melcher Media, sem er á austurströndinni — og við erum á vesturströndinni, að búa til hugbúnaðinn — tekur tólið okkar og dregur, á hverjum degi, inn myndir og texta.

4:14

CA: Svo þú vilt selja útgefendum hugbúnaðarleyfi til að gera svona fallegar bækur? (MM: Já.) Allt í lagi. Mike, þakka þér kærlega fyrir.

4:21

MM: Þakka þér. (CA: Gangi þér vel.)

4:23

(Lófatak)

Hugbúnaðarþróandinn Mike Matas sýnir fyrstu gagnvirku bókina í fullri lengd fyrir iPad — með sniðugum, draganlegum myndum og myndböndum og mjög svölum gagna sjónhverfingum sem hægt er að leika sér að. Bókin heitir "Our Choice," og er framhald Al Gores af "An Inconvenient Truth."

About the speaker
Mike Matas · Software engineer

While at Apple, Mike Matas helped write the user interface for the iPhone and iPad. Now with Push Pop Press, he's helping to rewrite the electronic book.

While at Apple, Mike Matas helped write the user interface for the iPhone and iPad. Now with Push Pop Press, he's helping to rewrite the electronic book.