Joe Sabia

Joe Sabia: Tæknin við að segja sögur.

1,075,474 views • 3:51
Subtitles in 49 languages
Up next
Details
Discussion
Details About the talk
Transcript 49 languages
0:11

Dömur mínar og herrar, hlýðið á. Sögu vil ég segja stutta.

0:16

Einu sinni í Þýskalandi á 19. öld var bókin. Á þeim tíma var bókin best í að segja sögur. Hún naut virðingar. Hún var alls staðar. En var svolítið leiðigjörn. Því í 400 ára sögu bókarinnar höfðu sangnamenn ekkert þróað bókina sjálfa sem tæki til að segja sögur. Þá kom fram höfundur sem breytti gangi sögunnar. (Tónlist) Hann hét Lothar, Lothar Meggendorfer. Lothar Meggendorfer tók á sig rögg og sagði „Genug ist genug!“ (Nóg er nóg!) Hann greip pennann hrifsaði til sín skærin. Þessi maður neitaði að láta brjóta sig í hefðbundið brot og tók til við brot sín. Sagan mun þekkja Lothar Meggendorfer sem — hvern annan en? — hinn eina og sanna upphafsmann sprettibóka fyrir börn. (Tónlist) Þessum undrum og stórmerkjum fagnaði fólkið. (Fagnarðarlæti) Þau glöddust því sagan lifði af og heimurinn snérist áfram.

1:34

Lothar Meggendorfer var ekki sá fyrsti sem þróaði það hvernig sagan er sögð og sannarlega ekki sá síðasti. Hvort sem sagnamenn gerðu sér það ljóst eða ekki voru þeir að feta í fótspor Meggendorfers þegar óperan varð að revíu, útvarpsfréttir að útvarps leikhúsi, ljósmyndir að kvikmyndum að hljóðmyndum, litmyndum, þrívídd á myndböndum og diskum. Það virðist ekki til nein lækning á Meggendorgfer-æði

2:03

og gamanið jókst með tilkomu netsins. (Hlátur) Því fólk gat ekki bara útvarpað sögum sínum um allan heim, heldur gert það með, að því er virðist, óteljandi tækjum og tólum. Eitt fyrirtæki, til dæmis sagði ástarsögu með eigin leitarvél. Framleiðslu fyrirtæki í Tævan túlkaði bandarísk stjórnmál í þrívídd. (Hlátur) Maður einn sagði sögur af föður sínum og notaði Twitter til að koma til skila drullunni sem faðir hans lét út úr sér.

2:45

Nú tóku allir pásu; tóku skref afturábak. og gerðu sér grein fyrir því að eftir að hafa sagt sögur í 6.000 ár, höfðu þau farið frá því að segja veiðisögur á hellis veggnum til þess að segja Shakespeare sögur á Fésbókar veggnum. Og þetta var tilefni til að fagna. Listin að segja sögur hafði staðist tímans tönn. Og að stærstum hluta voru sögurnar endurnýttar. En það hvernig mannkynið segir sögur hefur tekið sífelldum breytingum af hreinni og tærri snilld.

3:15

Og þeim varð hugsað til manns, undraverðs þjóðverja, hvenær sem nýtt tæki til að segja sögur spratt upp. Og þess vegna munu áheyrendur — hinir elskulegu, fallegu áheyrendur — lifa hamingjusamir til æviloka. (Lófatak)

Sagnaþulurinn Joe Sabia notar lófatölvuna iPad til að kynna okkur uppfinningamanninn Lothar Meggendorfer sem á síðustu öld bjó til nýja tækni til að segja sögur: sprettibókina. Joe Sabia sýnir hér hvernig ný tækni hefur sífellt hjálpað til við að segja sögur, frá hellisveggjum til hans eigin iPad lófatölvu á sviðinu.

About the speaker
Joe Sabia · Storyteller

Joe Sabia investigates new ways to tell stories — meshing viral video and new display technologies with old-fashioned narrative.

Joe Sabia investigates new ways to tell stories — meshing viral video and new display technologies with old-fashioned narrative.