Jamie Oliver

TED verðlauna ósk Jamie Olivers: Kennum öllum börnum um mat

7,547,850 views • 21:53
Subtitles in 49 languages
Up next
Details
Discussion
Details About the talk
Transcript 49 languages
Translated by Bryan Smith
0:11

Því miður, á næstu 18 mínútunum meðan að ég flyt þennan fyrirlestur, munu fjórir Bandaríkjamenn sem eru á lífi núna, deyja af völdum matarins sem þeir borða.

0:24

Ég heiti Jamie Oliver. Ég er 34 ára gamall. Ég er frá Essex í Englandi Og undanfarin 7 ár hef ég unnið án afláts við að bjarga lífum á minn eigin hátt. Ég er ekki læknir. Ég er kokkur; ég hef engar dýrar græjur eða lyf. Ég nota upplýsingar, fræðslu.

0:50

Ég trúi í einlægni að máttur matar eigi sér grundvallar stöðu á heimilum okkar og tengir okkur við sumar af bestu stundum lífs okkar. Við erum í hræðilegri, hræðilegri stöðu. Bandaríkin, þið eruð í essinu ykkar. Þetta er eitt af óheilbrigðustu löndunum í heiminum.

1:16

Má ég fá að sjá ykkur rétta upp hönd til að sjá hversu mörg ykkar eiga börn í þessu herbergi í dag? Gjörið svo vel að rétta upp hönd. Frænkur, frændur, þið megið það líka... Réttið upp hendur. Frænkur og frændur líka. Flest ykkar. Allt í lagi. Við, fullorðið fólk síðustu fjögurra kynslóða, höfum skapað börnum okkar þau örlög að hafa styttri lífaldur en foreldrar þeirra. Barnið þitt mun lifa tíu árum styttra en þú út af matarumhverfinu sem að við höfum búið til í kringum þau. Tveir þriðji hluti af þessu herbergi, í dag, í Bandríkjunum, eru tölfræðilega í yfirvigt eða að glíma við offitu Þið öll, þið eruð öll í góðum málum, en við munum ná ykkur að lokum, ekki hafa áhyggjur af því.

1:57

Þið öll, þið eruð öll í góðum málum, en við munum ná ykkur að lokum, ekki hafa áhyggjur af því.

1:58

Ekki satt? Tölfræði óheilbrigðis er skýr, kristalstær. Við eyðum lífi okkar upptekin af dauða, morðum, manndrápum, hvað sem er. Það er á forsíðu á hverju blaði, CNN. Lítið á manndráp hérna á botninum, í Guðanna bænum. Ekki satt?

2:15

Ekki satt?

2:17

(lófatak)

2:22

Hvert einasta rauða súla eru sjúkdómar tengdir matarræði. Hvaða læknir sem er, hvaða sérfræðingur sem er mun segja ykkur það. Staðreynd. Sjúkdómar tengdir matarræði er mesti skaðvaldurinn í Bandaríkjunum í dag. Þetta er alþjóðlegt vandamál. Þetta eru hamfarir. Og þær ríða yfir heiminn. England er skammt undan, eins og venjulega.

2:46

England er skammt undan, eins og venjulega.

2:50

Ég veit að þeir eru nálægt, en ekki svo nálægt. Við þurfum byltingu. Mexíkó, Ástralía, Þýskaland, Indland, Kína, glíma öll við gríðarlegan vanda vegna offitu og óheilbrigðis. Hugsið ykkur reykingar. Þær kosta miklu minna en offita. Offita kostar ykkur Bandaríkjamenn 10 prósent af heilbrigðiskostnaði ykkar. 150 milljarða dollara á ári. Eftir 10 ár, mun það tvöfaldast. 300 milljarðar dollarar á ári. Og í hreinskilni sagt, þið eigið ekki þennan pening.

3:24

Og í hreinskilni sagt, þið eigið ekki þennan pening.

3:27

Ég kom hingað til þess að byrja matarbyltingu sem ég trúi í einlægni á. Við þurfum þess. Tíminn er kominn. Við stöndum á vatnaskilum. Ég er búin að vera að í sjö ár. Ég er búin að vera að reyna í Bandaríkjunum í sjö ár. Núna erum við tilbúin — tilbúin til athafna. Ég fór í auga stormsins. Ég fór til Vestur Virginiu, óheilbrigðasta fylkis Bandaríkjanna. Eða það var í fyrra. Við erum komin með nýtt fylki þetta árið, en við munum vinna á því í næstu seríu.

3:55

Við erum komin með nýtt fylki þetta árið, en við munum vinna á því í næstu seríu.

3:56

Huntington, Vestur Virginiu. Fallegur bær. Ég vildi setja hugi og hjörtu og fólk, fólkið ykkar, inní tölfræðina sem að við erum orðin svo vön. Ég vil kynna ykkur fyrir sumu af fólkinu sem mér þykir vænt um. Fólkið ykkar. Börnin ykkar. Ég vil sýna ykkur mynd af Brittany, vinkonu minni. Hún er 16 ára. Hún á 6 ár eftir ólifuð út af matnum sem að hún hefur borðað. Hún er af þriðju kynslóð Bandaríkjamanna sem hefur ekki alist upp í matarumhverfi þar sem þeim hefur verið kennt að elda heima eða í skólanum, eða mamma hennar, eða mamma mömmu hennar. Hún á sex ár eftir. Hún er að borða lifrina sína í hel.

4:38

Stacy, Edwards fjölskyldan. Þetta er venjuleg fjölskylda, gott fólk. Stacy gerir sitt besta, en hún er af þriðju kynslóð líka; henni var aldrei kennt að elda heima eða í skólanum. Fjölskyldan þjáist af offitu. Justin, hérna, 12 ára gamall. Hann er 350 pund. Hann er lagður í einelti, í Guðanna bænum. Dóttirin þarna, Katie, hún er fjögurra ára. Hún er að berjast við offitu áður en hún svo mikið sem byrjar í grunnskóla. Marissa. Hún er í lagi. Hún er ein af ykkur. En vitið þið hvað? Faðir hennar, sem var offeitur, dó í örmum hennar. Og svo annar mikilvægasti maðurinn í lífinu hennar, frændi hennar, dó út offitu. Og núna er stjúpfaðir hennar offeitur. Sjáiði til, málið er að offita og sjúkdómar tengdir matarræði skaða ekki bara fólkið sem að hafa þá; það eru allir vinirnir, fjölskyldan, bræðurnir, systurnar.

5:25

Séra Steve. Maður sem að fyllir manni innblæstri. Einn af mínum fyrstu bandamönnum í Huntington, Vestur Virginíu. Hann er á hnífsoddi vandans. Hann þarf að jarða þetta fólk, skiljið þið? Og hann er búin að fá upp í kok af þessu. Hann er búinn að fá uppí kok af því jarða vini sína, og fjölskylduna sína, samfélagið sitt. Þegar að veturinn kemur, munu þrisvar sinnum fleiri deyja. Hann er búinn að fá nóg. Þetta er fyrirbyggjanlegur sjúkdómur. Sóun á lífi. Meðal annars, þetta er það sem að þau eru jörðuð í. Við höfum ekki tólin til þess að takast á við þetta. Getum ekki einu sinni komið þeim út um dyrnar, í alvöru. Getum ekki einu sinni komið þeim þangað. Gaffallyftari.

6:01

Allt í lagi, í mínum augum er þetta þríhyrningur, allt í lagi? Þetta er matarumhverfi okkar. Það skiptir mig máli að þið skiljið þetta. Þið hafið ábyggilega heyrt þetta áður, en förum yfir þetta aftur. Yfir síðustu 30 árin, hvað gerist sem að reif hjartað út úr þessu landi? Verum frökk og heiðarleg. Nú já. Nútíma lifnaðarhættir.

6:18

Byrjum á Aðalstræti. Skyndibitamatur hefur tekið yfir allt landið. Við vitum það. Stóru vörumerkin eru orðin eitthver sterkustu öflin, ráðandi öfl í þessu landi. Stórmarkaðir líka. Stór fyrirtæki. Stórfyrirtæki. Fyrir 30 árur, var mest af matnum framleiddur á staðnum og mestmegnis ferskur. Núna er hann aðallega unninn og fullur af alls konar bætiefnum, aukaefnum, og þið þekkið sögulok. Skammtastærð er augljóslega stórkostlegt vandamál. Vörumerkingar eru risastórt vandamál. Vörumerkingar í þessu landi eru til háborinnar skammar. Þeir vilja vera sjálf ... Þeir vilja hafa eftirlit með sjálfum sér. Iðnaðurinn vill vakta sjálfan sig. Hvað meinarðu, í þessu umhvefi? Þeir verðskulda það ekki. Hvernig getur þú sagt að eitthvað sé fitulítið þegar að það inniheldur svona mikinn sykur?

7:08

Heimilið. Stærsta vandamálið með heimilin er að þau voru einu sinni hjartað fyrir að deila mat og matarmenningu, undirstaða samfélagsins. Það gerist ekki lengur. Og eins og þið vitið, þegar við förum í vinnuna og lífið breytist, og eins og lífið hefur alltaf þróast, þurfum við að horfa á þetta heildrænt— líta um öxl um stundarsakir, og endurmeta stöðuna. Það er ekki að gerast. Hefur ekki gerst síðustu 30 ár. Ég vill sýna ykkur ástand sem er mjög algengt ákkúrat núna. Edwards fjölskyldan.

7:42

(Myndbrot) Jamie Oliver: Spjöllum aðeins saman. Þetta er það sem fer í gegnum líkama fjölskyldunnar í hverri viku. Og þú þarft að skilja að þetta á eftir að drepa börnin þín fyrir aldur fram. Hvernig líður þér?

7:57

Stacy: Bara er mjög sorgmædd og þunglynd í augnablikinu. En, veistu, ég vil að börnin mín nái árangri í lífinu og þetta mun ekki hjálpa þeim við það. En ég er að drepa þau.

8:09

JO: Já, það ertu að gera. Þú ert að gera það. En við getum stoppað það. Venjulegt. Tökum fyrir skólana, sem ég er sérfræðingur í. Allt í lagi. Skóli. Hvað er skóli? Hver fann upp á því? Hver er tilgangurinn með skóla? Skóli var alltaf ætlaður til þess að gefa okkur tólin til þess að gera okkur skapandi, geta stórfenglega hluti geta séð fyrir okkur, o.s.frv, o.s.frv, o.s.frv. Þið vitið, þetta hefur verið einskonar lokað hugtak í mjög langan tíma. Allt í lagi? En við höfum ekki í rauninni þróað það til þess að takast á við heilsufaraldurinn í Bandaríkjunum, allt í lagi? Skólamatur er eitthvað sem flestir krakkar — 31 milljón á dag, reyndar — fá tvisvar sinnum á dag, oftast nær, morgunmat og hádegismat, 180 daga á ári. Svo við gætum sagt að skólamatur sé frekar mikilvægur, í rauninni, ef að við horfum á stöðuna.

9:06

ef að við horfum á stöðuna.

9:11

Áður en ég byrja á reiðiræðu minni, sem að ég er sannfærður að þið eruð öll að bíða eftir ...

9:16

sem að ég er sannfærður að þið eruð öll að bíða eftir ...

9:18

Ég verð að segja eitt, og þetta er svo mikilvægt í því sem að ég vona að geti bylt og umbreytt á næstu þremur mánuðum. Matráðskonurnar, skóla kokkar Bandaríkjanna ... ég býð mig fram sem sendiherra þeirra. Ég er ekki að skammast yfir þeim. Þau eru að gera það besta sem að þau geta gert. Þau eru að gera sitt besta. En þau eru að gera það sem þeim er sagt að gera, og það sem þeim er sagt að gera er rangt. Þetta kerfi er að mestu stjórnað af bókhöldurum. Það er ekki nóg af, ef nokkur, einstaklingur með þekkingu á mat í geiranum. Þetta er vandamál. Ef þú ert ekki sérfræðingur í mat, og þú ert með litla peninga, og þeir eru að minnka, þá getur þú ekki verið skapandi, þú getur ekki unnið þig út úr hlutunum. Ef þú er bókhaldari, og baunateljari, þá er það eina sem að þú getur gert í þessum kringumstæðum er að kaupa ódýrari drasl.

10:08

Svo, staðreyndin er, að maturinn sem að börnin ykkar fá á hverjum degi er skyndibitamatur hann er mjög unninn, það er ekki nógu mikið af ferskum mat. Þið vitið, magið af aukaefnum, E númerum, efnum sem að þið myndu ekki trúa ... Þarna eru ekki nógu mikið af grænmeti. Franskar eru taldar sem grænmeti. Pízza í morgunmat. Þau fá ekki einu sinni hnífapör. Hnífar og gafflar? Nei, þau eru of hættuleg. Þau hafa skæri í kennslustofnum en hnífar og gafflar, onei. Og ef þú ert ekki með hnífa og gafla í skólanum þínum, þá ertu einfaldlega að styrkja, frá yfirvöldum, skyndibitamat. Af því að það er haldið á honum. Og já, meðal annars, þetta er skyndibita matur. Það eru "Sloppy Joes" það eru hamborgarar, það eru pulsur, það eru pízzur, það er allt þetta drasl. 10 prósent af því sem að er eytt í heilbrigðiskerfið, eins og ég sagði fyrr, er í offitu. Og það á eftir að tvöfaldast. Við erum ekki að kenna börnunum okkar. Það eru engin lög um að kenna börnum um mat, í grunnskóla eða unglingadeild. Skiljiði. Við kennum ekki börnum um mat? Ekki satt? Og þetta er lítið myndbrot frá grunnskóla, sem er mjög algengt í Bretlandi.

11:12

Myndband: Hver veit hvað þetta er?

11:14

Barn: Kartöflur. Jamie Oliver: Kartafla? Svo, þið haldið að þetta séu kartöflur? Vitið þið hvað þetta er? Vitið þið hvað þetta er? Barn: Spergilkál?

11:21

JO: Hvað um þetta? Gamli góði vinur okkar. Veistu hvað þetta er vinan? Barn: Sellerý.

11:25

JO: Nei. Hvað heldur þú að þetta er? Barn: Laukur. JO: Laukur? Nei.

11:28

Jamie Olvier: Þið fáið samstundis nokkuð góða tilfinningu fyrir því hvað börnin vita yfir höfuð þegar kemur að hvaðan matur kemur.

11:34

Myndband: JO: Hver veit hvað þetta er? Barn: Um, pera. JO: Hvað haldið þið að þetta er? Barn: Ég veit það ekki. JO: Ef að barnið veit ekki hvað þetta er, þá myndu þau aldrei borðað það.

11:44

þá myndu þau aldrei borðað það.

11:45

JO: Venjulegt. England og Bandaríkin, England og Bandaríkin. Getið hvað lagaði þetta.Getið hvað lagaði þetta. Tveir eins klukkutíma fundir. VIð verðum að byrja að kenna börnunum okkar um mat í skólanum, punktur.

12:00

um mat í skólanum, punktur.

12:05

Mig langar að segja ykkur dálítið, mig langar að segja ykkur frá einhverju sem að eiginlega kristallar vandann sem að við erum í. Allt í lagi? Mig langar að segja ykkur frá einhverju eins sjálfsögðu og mjólk. Allir krakkar eiga rétt á að fá mjólk í skólanum. Börnin ykkar munu fá mjólk í skólanum, í morgunmat og hádegismat. Ekki satt? Þau munu fá tvær fernur. Allt í lagi? Og flestir krakkar fá það. En mjólk er ekki nógu góð lengur. Af því að einhver í mjólkurráði, já — og ekki misskilja mig, ég styð mjólk, en einhver í mjólkurráði, borgaði ábyggilega dágóðan skilding fyrir einhvern gaur til þess að reikna það út af ef að þú hellir heilmikið af bragðefni og matarlit og sykur í mjólkina, ekki satt munu fleiri börn vilja drekka hana. Einmitt.

12:42

munu fleiri börn vilja drekka hana. Einmitt.

12:43

Og auglóslega mun það núna verða vinsælt. Þá munu eplaráð finna það út að ef að þeir búa til sykurhúðuð epli þá munu fleiri epli verða borðuð líka. Skiljið þið hvað ég á við? Fyrir mig, þá er engin ástæða til þess að bæta bragði við mjólkina. Allt í lagi? Það er sykur í öllu. Ég þekki hvern krók og kima af þessum innihaldsefnum. Það er í öllu. Jafnvel mjólkin hefur ekki sloppið við þetta nútímavandamál. Hér er mjólkin okkar. Hér er fernan okkar. Sem að inniheldur næstum því jafn mikið af sykri eins og ein dós af uppáhalds gosdrykkum ykkar. Og þau eru að fá tvær á dag. Svo, leyfið mér bara að sýna ykkur. Við höfum einn krakka, hérna, sem að fær, þið vitið, átta matskeiðar af sykri á dag. Þið vitið, þetta er vikan ykkar. Þarna er mánuðurinn ykkar. Og ég hef leyft mér að hella hérna bara þessi fimm ár af grunnskólasykri, bara úr mjólk. Svo, ég veit ekki með ykkur, en miðað við þetta, sjáiði, myndi hver einasti dómari í öllum heiminum, horfa á tölfræðina og sönnunargögnin, og þeir myndu dæma hverja ríkisstjórn seka fyrir slæma meðferð á börnum. Það er mín trú.

13:55

seka fyrir slæma meðferð á börnum. Það er mín trú.

14:04

Jæja, ef ég kæmi hingað upp á svið, og ég vildi að ég gæti það, og hefði lækninguna við alnæmi eða krabbameini, þá mynduð þið berjast og slást til þess að komast að mér. Þetta, allar þessar slæmu fréttir, er hægt að afstýra. Það eru góðu fréttirnar. Þetta má auðveldlega fyrirbyggja Svo, hugsum núna aðeins, við eigum vanda á höndum, við þurfum að endurræsa. Allt í lagi, í mínum heimi hvað þarf að gera? Hérna er málið, sjáið. Það er ekki hægt að nálgast þetta bara frá einni átt. Til þess að endurræsa og til þess að ná raunverulegum áþreifanlegum breytingum, raunverulegum breytingum, svo að ég gæti litið ykkur í augun og sagt, "innan 10 ára, mun framtíð barnana ykkar, hamingja — og við skulum ekki gleyma, þú verður klárari líka ef að þú borðar rétt, þið vitið að þið lifið lengur, og allt það, þetta mun líta öðruvísu út. Allt í lagi?"

14:50

Þannig að, stórmarkaðirnir. Hvar annarstaðar verslið þið svona trúfastlega? Viku eftir viku. Hversu miklum peningum eyðið þið, yfir líftíma ykkar, í stórmörkuðum? Elska þá. Þeir selja okkur bara það sem að við viljum. Allt í lagi. Þeir skulda okkur, að setja matarsendiherra inn í hvern leiðandi stórmarkað Þeir þurfa að hjálpa okkur að versla. Þeir þurfa að sýna okkur hvernig á að elda, fljótlegar, bragðgóðar, árstíðabundnar máltíðir fyrir fólk sem er upptekið. Þetta er ekki dýrt. Þetta er gert í sumum. Og þetta þarf að ganga yfir línuna í Bandaríkjunum bráðum, og fljótlega. Stóru vörumerkin, þið vitið, stóru vörumerkin í mat, þurfa að setja fæðufræðslu sem grunn að þeirra viðskiptum. Ég veit, auðveldara að fullyrða það en framkvæma. Það er framtíðin. Það er eina leiðin.

15:33

Skyndibitar. Með skyndibitaiðnaðinn þið vitið, þetta er mjög hörð samkeppni. Ég hef átt í alls konar leynilegu makki og samskiptum við skyndibitastaði. Ég veit hvernig þeir gera þetta. Ég meina einfaldlega þá hafa þeir vanið okkur á sykur, salt og fitu, og x, y, og z. Og allir elska þá. Ekki satt? Þannig að þetta fólk verður líka partur af lausninni. En við þurfum að fá ríkisstjórnina til þess að vinna með öllum þessum skyndibita dreifingaraðilum og veitingaiðnaðinum. Og yfir fimm, sex, sjö ára tímabil venja okkur af þessum ofurmagni af fitu, sykri, fitu og öllum hinum innihaldsefnunum.

16:08

Jæja, snúum okkur aftur að stóru vörumerkjunum, innihaldsmerkingar, eins og ég sagði fyrr, eru algjör brandari, og verður að leysa. Allt í lagi, skóli. Augljóslega þá skuldum við þeim að ganga úr skugga um að þessa 180 daga á ári, frá dýrmætum fjögurra ára aldri, til 18, 20, 24, hvað sem er, þau þurfa að fá eldaðan almennilegan ferskan mat framleiddan í grenndinni. Allt í lagi? Það þarf að vera nýr staðall fyrir ferskleika almennilegs matar fyrir börnin ykkar? Er það ekki?

16:38

fyrir börnin ykkar? Er það ekki?

16:43

Undir þessum kingumstæðum, er það einstaklega mikilvægt að hvert einasta bandaríska barn fer úr skóla með þá kunnáttu að kunna að elda 10 uppskriftir sem að munu bjarga lífi þeirra. Lífsleikni

16:55

Lífsleikni

16:56

Þetta þýðir að þau geta verið nemendur, ungir foreldrar, og geta haft tilfinningu fyrir hvernig er að elda. alveg sama hvaða kreppa leggst á þau næst. Ef að þú kannt að elda þá mun samdráttur peninga ekki skipta máli. Ef að þú kannt að elda, skiptir tími ekki máli. Vinnustaðurinn. Við höfum í rauninni ekki talað um það. Þið vitið, það er núna tími til að fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð til þess að líta virkilega á hvað þeir eru að gefa að borða eða hafa á boðstólum fyrir starfsfólkið sitt. Starfsfólkið þeirra eru mæður og feður bandarískra barna. Marissa, faðir hennar dó í örmum hennar, Ég held að hún myndi vera frekar ánægð ef fyrirtæki Bandaríkjanna færu að gefa starfsfólkinu sínu almennilega að borða. Það er alveg áreiðanlegt að þau ættu ekki að vera skilin útundan. Förum aftur til heimilisins.

17:37

Sjáiði til, ef að við gerum allt þetta, og við getum það, það er svo innilega hægt að ná þessu. Þið getið sýnt aðgát og líka stundað viðskipti. Algjörlega. En heimilin verða að byrja að deila áfram matargerð á ný, það er klárt Það er klárt, deilið því sem lífsspeki. Og fyrir mér er það frekar rómantískt. En það er um að ein manneskja kennir þremur manneskjum hvernig á að elda eitthvað, og svo geta þeir þrír kennt þremur vinum sínum, þá þarf það bara að endurtaka sig 25 sinnum, og það er væri allur fólksfjöldinn í Bandaríkjunum. Rómantískt, já, en, það sem að skiptir mestu máli, er að reyna að fá fólk til þess að gera sér grein fyrir að hvert einasta af því sem að þið gerið sem einstaklingar skiptir sköpum. Við þurfum að laga það sem að hefur farið úrskeiðis. Eldhús Huntington. Huntington, þar sem að ég bjó til þennan þátt, þið vitið, við höfum þennan þátt á besta tíma sem mun vonandi gefa fólki innblástur til þess að virkilega taka þátt í þessum breytingum. Ég virkilega trúi því að breytingar munu gerast. Eldhús Huntington. Ég vann með samfélaginu. Ég vann í skólunum. Ég fann sjálfbæra fjármögnun úr sveitarfélaginu til þess að hver einasti skóli á svæðinu, frá ruslinu, yfir í ferskan mat. Sex og hálft þúsund á hvern skóla.

18:39

Sex og hálft þúsund á hvern skóla.

18:40

Það er allt og sumt. Sex og hálft þúsund á hvern skóla. Eldhúsið fyrir 25 þúsund á mánuði. Allt í lagi? Þetta getur gert 5.000 manns á ári, sem er 10 prósent af íbúunum. Og þetta er maður á mann. Þið vitið, þetta er fólk út samfélaginu þeirra að kenna fólkinu þaðan. Þetta eru ókeypis matreiðslukennsla, gott fólk, ókeypis matreiðslutímar í Aðalstræti. Þetta er raunverulegur, áþreifanlegur munur, raunverulegur, áþreifanlegur munur. Um öll Bandaríkin, ef við horfum til baka núna, það eru nóg af frábærum hlutum sem eru að gerast núna. Það er fullt af fallegum hlutum að gerast. Það eru englar út um öll Bandaríkin að gera frábæra hluti í skólum, verkefni um ræktun beint frá býli til skóla, setja upp garða til að rækta, fræðsla. Það er stórfenglegt fólk að vinna að þessu nú þegar. Vandamálið er þeir vilja halda áfram með það sem að þau eru að gera yfir í næsta skóla, og þar næsta. En það er ekki nógu mikill peningur. Við þurfum að finna sérfræðingana og englana fljótlega, finna þá, og auðvelda þeim að komast í úrræði til þess að fjölfalda það sem að þau eru nú þegar að gera, og eru að gera það vel. Fyrirtækin í Bandaríkjunum þurfa að styðja Frú Obama til þess að gera hlutina sem að hana langar til að gera.

19:44

Frú Obama til þess að gera hlutina sem að hana langar til að gera.

19:50

Og vitið til, ég veit að það er skrítið að vera með Englending standandi hérna fyrir framan ykkur að tala um þetta. Það eina sem að ég get sagt er að þetta skiptir mig máli. Ég er faðir. Og ég elska þetta land. Og ég trúi í einlægni, raunverulega, að ef að breytingar geta orðið í þessu landi, munu stórfenglegir hlutir gerast út um allan heim. Ef að Bandaríkin gera það. trúi ég því að aðrir munu fylgja eftir. Þetta er ótrúlega mikilvægt.

20:14

Þetta er ótrúlega mikilvægt.

20:21

Þegar ég var í Huntington, að reyna að fá hlutina til að virka þegar þeir voru ekki að virka, hugsaði ég að ef að ég hefði töfrasprota hvað myndi ég gera? Og ég hugsaði, vitið þið hvað? Ég myndi elska að geta komist fyrir framan suma af því stórfenglegustu framkvæmdaraðilum í Bandaríkjunum. Og mánuði síðan hringdi TED í mig og gaf mér þessi verðlaun. Og ég er hér. Svo, óskin mín. Lesblindur, svo að þetta tekur smá stund. Óskin mín er að þið hjálpið til að búa til sterka sjálfbæra hreyfingu til þess að mennta hvert einasta barn um mat, til þess að veita fjölskyldum innblástur til að byrja að elda aftur, og til þess að gefa fólki alls staðar kraftinn til að berjast gegn offitu.

21:20

til að berjast gegn offitu.

21:30

Þakka ykkur.

21:32

(Lófatak)

Með því að deila áhrifamiklum sögum frá baráttu sinni gegn offitu í Huntington, Vestur Virginiu, styður TED verðlaunahafinn Jamie Oliver mál sitt fyrir stríði gegn fáfræði um mat.

About the speaker
Jamie Oliver · Chef, activist

Jamie Oliver is transforming the way we feed ourselves, and our children. The winner of the 2010 TED Prize, he's on a mission to teach every family about eating better and living healthier lives.

Jamie Oliver is transforming the way we feed ourselves, and our children. The winner of the 2010 TED Prize, he's on a mission to teach every family about eating better and living healthier lives.